Nýtt kort af Vetrarbrautinni – Jörðin stefnir í átt að svartholi
Pressan12.12.2020
Stjörnufræðingar kynntu nýlega nákvæmasta þrívíddarkort sem gert hefur verið af Vetrarbrautinni. Kortið var búið til með gögnum frá Gaia geimfari Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) sem hefur skannað stjörnurnar á himninum síðan 2013. Vonast er til að kortið geti varpað nýju ljósi á hvernig Vetrarbrautin starfar. Sólkerfið okkar er í Vetrarbrautinni, eitt af gríðarlegum fjölda sólkerfa sem mynda hana. Lesa meira