fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Forsetatíðin er senn á enda – Nú bíða málaferli og opinberar rannsóknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 05:15

Donald Trump á fréttamannafundinum í gærkvöldi. Mynd:EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ljóst að Donald Trump tapaði í bandarísku forsetakosningunum í síðustu viku. Það getur reynst honum erfitt í janúar þegar hann missir þá vernd sem bandarísk lög veita sitjandi forseta. Nokkrar málshöfðanir bíða hans sem og opinberar rannsóknir.

Cyrus Vance, saksóknari í New York, hefur í rúmlega tvö ár verið með mál tengd Trump til rannsóknar. Í upphafi beindist rannsóknin að hvort Trump hefði greitt tveimur konum fyrir að segja ekki frá að þær hefðu stundað kynlíf með honum. Hann hefur þvertekið fyrir þetta. Í framhaldi af þessu fór rannsóknin að beinast að meintum skattsvikum Trump, tryggingasvikum og fölsunum á viðskiptasamningum.

Þá telja sumir ekki útilokað að dómsmálaráðuneytið muni draga Trump fyrir dóm í ljósi afhjúpana New York Times um að hann hafi aðeins greitt 750 dollara í alríkisskatt fyrir árin 2016 og 2017. Enn eru þó ekki nægar sannanir fyrir þessu og Trump hefur vísað þessu á bug og sagt þetta vera rangt. Á Twitter hefur hann sagt að hann hafi greitt margar milljónir í skatt en hafi átt rétt á frádrætti fyrir eitt og annað. Letita James, dómsmálaráðherra New York, er nú að rannsaka skattamál Trump og fjölskyldufyrirtækis hans, Trump Organization.

Sú rannsókn hófst eftir að fyrrum lögmaður Trump, Michael Cohen, sagði þingnefnd að Trump hefði ýkt verðmæti eigna sinna til að spara peninga við lántökur og hafi síðan lækkað virði eigna sinna þegar kom að því að telja fram til eignaskatts.

Elizabeth Jean Carroll, fyrrum blaðamaður hjá tímaritinu Elle, hefur sakað Trump um að hafa nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í ágúst heimilaði dómari að málinu skyldi haldið áfram en það þýðir að lögmenn Carroll geta óskað eftir lífsýni úr Trump til að bera saman við lífsýni á kjól sem Carroll segist hafa klæðst umrætt sinn.

Summer Zervos, sem tók þátt í raunveruleikaþætti Trump „The Apprentice“ árið 2005, hefur haldið því fram að Trump hafi kysst hana gegn vilja hennar á fundi 2007 og síðar káfað á henni á hóteli. Trump kallaði hana lygara í kjölfar þessara ásakana og hefur hún nú stefnt honum fyrir ærumeiðingar. Trump hefur skýlt sér á bak við friðhelgi þá sem hann nýtur sem forseti en nú styttist í að hann missi þá friðhelgi og Zervos getur þá haldið áfram með málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta