fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Þolinmæðin þrautir vinnur allar – Fékk að skoða Machu Picchu eftir sjö mánaða bið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 11:05

Machu Picchu. Mynd: EPA-EFE/Ernesto Arias

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars var Japaninn Jesse Takayama búinn að vera með aðgöngumiða að inkabænum Machu Picchu í Perú á sér en lokað var fyrir heimsóknir ferðamanna til bæjarins vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Takayama var búinn að bíða í sjö mánuði í Perú en þar strandaði hann þegar heimsfaraldurinn skall á. Hann gaf aldrei upp vonina um að fá að skoða Machu Picchu og þolinmæðin sigraði að lokum.

Hann sendi beiðni til yfirvalda í mars um að fá að skoða bæinn og á laugardaginn rættist draumur hans þegar bærinn var opnaður sérstaklega fyrir hann og engan annan.

Alejandro Neyra, menningarmálaráðherra landsins, sagði að Takayma hafi komið til Perú með þann draum að fá að skoða bæinn. Hann hefur setið fastur í bænum Aguas Calientes, sem er nærri Machu Picchu, síðan í mars.

Hann fékk að skoða bæinn í fylgd yfirmanns þjóðgarðsins, sem Machu Picchu er í, áður en hann snýr aftur heim. Bærinn er rúmlega 500 ára og er á heimsminjaskrá UNESCO. Bærinn er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum. Hann var byggður um árið 1500 af inkum. Bandaríski prófessorinn Hiram Bingham „fann“ hann 1911. Þegar mest var bjuggu væntanlega um 1.000 manns i bænum. Veggir voru þaktir gulli en það hvarf í gegnum tíðina.

Takayama ætlaði upphaflega að dvelja nokkra daga í Perú til að skoða Machu Picchu en sú dvöl dróst heldur betur á langinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi