fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
Pressan

QAnon – Hvað er það?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. október 2020 22:00

Hvað er þetta QAnon?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur ákveðið að banna QAnon á samfélagsmiðlinum og Instagram, sem er í eigu Facebook, og er byrjað að eyða síðum sem tengjast hreyfingunni. En hvað er QAnon? Hvert er markmiðið og hver stendur á bak við hreyfinguna?

Hreyfingin er þekkt fyrir stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. En hjá Facebook telur fólk að hreyfingin sé svo hættuleg að rétt sé að banna hana á Facebook og Instagram. Þetta er sama skoðun og bandaríska alríkislögreglan FBI hefur en hún telur að hryðjuverkaógn geti stafað af hreyfingunni.

Hreyfingin á rætur að rekja til spjallrásarinnar 4chan, en hún er umdeild því þar safnast öfgasinnar saman og ræða um eitt og annað. Það var 2017 sem nafnlaus aðili fór að skrifa á síðuna og lýsa yfir stuðningi við Trump. Hann skýrði einnig frá meintum leyndarmálum stjórnvalda sem hann sagðist hafa aðgang að sem háttsettur embættismaður. Viðkomandi kallaði sig „Q“. Þarna varð QAnon til.

Margir hafa reynt að skilgreina hverjir aðhyllast kenningar QAnon og hvert markmið þeirra er, þar á meðal BBC og Wired. En þetta hefur ekki reynst auðvelt því hreyfingin byggist á margskonar hugmyndum sem fara í margar áttir og eiga oft upptök sín á spjallrásum á internetinu. Þær fara síðan á flug í raunheimum og verða að slagorðum í mótmælum.

Talið er að QAnon hafi verið stofnað til stuðnings Trump og trú á ýmsar samsæriskenningar sem eru sagðar beinast gegn honum. Ein af upphaflegu kenningunum sem „Q“ setti fram var að rannsókn Robert Mueller á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa væri í raun rannsókna á neti barnaníðinga.

Óhætt er að segja að QAnon hafi náð fótfestu í Bandaríkjunum og teygja samtökin sig nú einnig út fyrir Bandaríkin. Þau virðast til dæmis hafa náð góðri fótfestu í Þýsklandi. Samkvæmt könnun sem hugveitan ISD og Brian Schaffner, prófessor, gerðu og birtu í síðasta mánuði þá töldu 7% af þeim 4.000 Bandaríkjamönnum sem tóku þátt að QAnon væri traust heimild og höfðu jákvætt viðhorf í garð hreyfingarinnar. En flestir þátttakendanna höfðu ekki heyrt um QAnon áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Útgöngubann í San Francisco og fleiri sóttvarnaráðstafanir

Útgöngubann í San Francisco og fleiri sóttvarnaráðstafanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn flækist málið um dularfulla minnisvarðann í Utah

Enn flækist málið um dularfulla minnisvarðann í Utah
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA segir ólíklegt að geimfarar lendi á tunglinu fyrir árslok 2024

NASA segir ólíklegt að geimfarar lendi á tunglinu fyrir árslok 2024
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kúveit er eitt heitasta land heims

Kúveit er eitt heitasta land heims