Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Karl og kona sakfelld fyrir að nauðga vinkonu þeirra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru 26 ára kona og 31 árs karl fundin sek um nauðgun á vinkonu konunnar. Það var dómstóll í Hróarskeldu í Danmörku sem kvað dóminn upp. Maðurinn var dæmdur í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi en ekki verður tekin ákvörðun um refsingu konunnar fyrr en geðrannsókn á henni er lokið.

Í umfjöllun Sjællandske Nyheder um málið kemur fram að fólkið hafi áður verið par og það hafi verið á þeim tíma sem þau nauðguðu konunni. Þau áttu sér þann draum að stunda kynlíf með konunni, að fara í trekant með henni, en hún hafði hafnað boði þeirra þar um.

En þau enduðu engu síður saman uppi í rúmi þar sem maðurinn nauðgaði vinkonunni. Unnustan var einnig með í rúminu og var hálfnakin.

Fyrir dómi kom fram að fórnarlambið hafi verið veik, þreytt og undir áhrifum þegar henni var nauðgað og hafi því ekki getað barist á móti.

Fyrir dómi gáfu hin dæmdu í skyn að konan hefði átt að segja nei þegar ofbeldið átti sér stað. Dæmda konan viðurkenndi fyrir dómi að eftir nauðgunina hefði hún komist að því að það sem vinkona hennar gekk í gegnum hefði ekki verið í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði