fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

20 ár frá lestarslysinu í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 06:00

Frá slysstað. Skjáskot/NRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. janúar 2000 rákust tvær lestir saman við Åsta í Åmot í Noregi. Áreksturinn varð klukkan 13.12. 19 manns létust og 67 slösuðust. Eldur kom strax upp í lestunum og breiddist hratt út um slysstaðinn. Margir létust í sjálfum árekstrinum en aðrir klemmdust fastir í lestunum og urðu eldinum að bráð. Þegar ljóst var að ekki var hægt bjarga fólkinu úr brennandi lestarflökunum var ákveðið að gefa því deyfilyf áður en eldurinn næði til þess til að koma í veg fyrir að það upplifði miklar kvalir.

Þetta kemur fram í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið. Önnur lestin var farþegalest á leið frá Hamar til Rena. Hin lestin var einnig farþegalest en á leið frá Þrándheimi til Hamar. Þær áttu að mætast við lestarstöðina í Rustad en þar er hliðarspor sem önnur lestin gat beðið á á meðan hin fór framhjá. Lestin frá Hamar beið lengi á hliðarsporinu en hin lestin kom aldrei og því hélt hún för sinni áfram eftir langa bið.

Við Åsta sáu báðir lestarstjórarnir að lest var að koma á móti þeim en þá voru bara nokkur hundruð metrar á milli lestanna. Þeir náðu ekki að hemla í tíma. Lestin frá Hamar var lítil og fór hún illa út úr árekstrinum, brotnaði og beygðist. Mörg þúsund lítrar af dísilolíu láku út við áreksturinn og sprautuðust yfir lestirnar og slyssstaðinn. Brennandi helvíti lýsir vettvanginum best. Í skýrslu slysarannsóknarnefndar kemur fram að líklega hafi eldur kviknað nær samstundis og breiðst hratt úr.

Inni í eldhafinu sat fólk fastklemmt í lestunum og gat sér enga björg veitt. Í fremstu sætunum í annarri lestinni sátu átta Bretar sem voru að koma úr skíðaferð. Þeir sluppu flestir ómeiddir og komust út um brotinn glugga. Þeir hófust strax handa við að hjálpa öðrum að komast út. Eldurinn hélt áfram að breiðast út og staðan var orðin mjög erfið fyrir fólkið sem var enn inni í lestarvögnunum. Björgunarlið var nú komið á vettvang. Þrír af Bretunum voru síðar sæmdir hugrekkisorðu Noregskonungs fyrir framgöngu þeirra á slysavettvangi.

Nú stóðu björgunarmenn frammi fyrir hræðilegum aðstæðum. Ekki var hægt að bjarga mörgum þeirra, sem sátu fastir í lestunum, áður en eldurinn náði til þeirra. Af þeim sökum var tekin ákvörðun um að gefa þeim verkjalyf til að þeir myndu sofna áður en eldurinn næði til þeirra. Þannig var hægt að koma í veg fyrir hræðilegar þjáningar fólksins á dauðastundinni. Lítill tími var til stefnu og því varð björgunarfólk að hafa hraðar hendur við þetta. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sprautuðu fólkið með verkjalyfjum en aðstæður til þess voru erfiðar, það þurfti að skríða inn um brotna glugga og teygja sig og beygja til að komast að fólkinu.

Tore Kristiansen, þáverandi yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Hedmark, staðfesti þetta í samtali við Norska ríkisútvarpið. Hann sagði að sumir farþeganna hafi brunnið inni áður en björgunarliðið kom á vettvang. Björgunarmenn hafi komist að öðrum en ekki hafi verið nægur tími til að losa þá og bjarga. Því hafi sumir fengið verkjalyf í æð. Tore sagðist sannfærður um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Fólkið hafi fengið deyfingu áður en það dó. Hann sagði að ekki hafi verið um svo stóra skammta að ræða að þeir hafi orðið fólki að bana en hér hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Fólkið hafi í raun verið svæft og fengið meðferð við miklum verkjum.

„Þetta var umdeilt eftir slysið en ég hef aldrei verið í vafa um að það var alveg rétt að gera þetta. Ef móðir mín hefði fengið svona meðferð hefði ég verið ánægður með að hún hefði sloppið við miklar þjáningar.“

Sagði Tore.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun
Fyrir 4 dögum

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“