Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Brjóst eru ekki bara brjóst – Segja þau virkilega eitthvað um kynhvöt kvenna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 06:00

Ein myndanna sem voru notaðar við rannsóknina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenmannsbrjóst eru ekki bara brjóst, eða hvað? Svo virðist sem fólk geri sér ákveðnar skoðanir um kynhvöt og kynlífsiðkun kvenna út frá brjóstastærð þeirra. En þetta passar ekki endilega saman við raunveruleikann.

Þetta eru niðurstöður nýrrar pólskrar rannsóknar sem rúmlega 500 karlar og konur tóku þátt í. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var rætt við 163 ungar konur. Brjóstastærð þeirra var mæld og kynlífshegðun þeirra skráð til að sjá hvort tengsl væru þarna á milli. Niðurstaðan var að engin tengsl voru á milli þess að vera með stór brjóst og tíðni skyndikynna eða mikils magns kynhormónanna testósteróns og estradíóls en bæði hormónin geta haft áhrif á kynhvöt fólks.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar voru 500 karlar og konur látin dæma myndir af konum með mismunandi stór brjóst. Niðurstaðan var að bæði kynin töldu að konur með stór brjóst væru með meiri kynhvöt og væru lauslátari en þær brjóstaminni. Einnig taldi fólkið að konurnar væru frjósamari og betri til að framleiða mjólk. Fólkið taldi einnig að brjóstastóru konurnar væru líklegri til að halda framhjá og væru ekki eins greindar og konur með lítil eða meðalstór brjóst. Í heildina var það mat fólksins að barmstórar konur væru betri til að eiga í skammtímasamböndum. Stór brjóst þóttu þó ekki meira aðlaðandi eiginleiki í fari kvenna. Lítil brjóst voru einu brjóstin sem þóttu síður aðlaðandi.

Vísindamennirnir reyndu að koma með skýringar á af hverju fólk telur að konur með stór brjóst séu með meiri kynhvöt og séu lauslátari en aðrar konur. Ein af skýringum þeirra er að fólk fái þessar hugmyndir úr klámmyndum því konur í þeim séu oft með brjóst yfir meðallagi.

Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að konur með stór brjóst séu ekki lauslátar og að karlar sem eru að leita eftir skyndikynnum ættu að muna að þótt að kona sé með stór brjóst þýði það ekki endilega að hún vilji hoppa í bólið með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði