fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Brjóst eru ekki bara brjóst – Segja þau virkilega eitthvað um kynhvöt kvenna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 06:00

Ein myndanna sem voru notaðar við rannsóknina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenmannsbrjóst eru ekki bara brjóst, eða hvað? Svo virðist sem fólk geri sér ákveðnar skoðanir um kynhvöt og kynlífsiðkun kvenna út frá brjóstastærð þeirra. En þetta passar ekki endilega saman við raunveruleikann.

Þetta eru niðurstöður nýrrar pólskrar rannsóknar sem rúmlega 500 karlar og konur tóku þátt í. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var rætt við 163 ungar konur. Brjóstastærð þeirra var mæld og kynlífshegðun þeirra skráð til að sjá hvort tengsl væru þarna á milli. Niðurstaðan var að engin tengsl voru á milli þess að vera með stór brjóst og tíðni skyndikynna eða mikils magns kynhormónanna testósteróns og estradíóls en bæði hormónin geta haft áhrif á kynhvöt fólks.

Í öðrum hluta rannsóknarinnar voru 500 karlar og konur látin dæma myndir af konum með mismunandi stór brjóst. Niðurstaðan var að bæði kynin töldu að konur með stór brjóst væru með meiri kynhvöt og væru lauslátari en þær brjóstaminni. Einnig taldi fólkið að konurnar væru frjósamari og betri til að framleiða mjólk. Fólkið taldi einnig að brjóstastóru konurnar væru líklegri til að halda framhjá og væru ekki eins greindar og konur með lítil eða meðalstór brjóst. Í heildina var það mat fólksins að barmstórar konur væru betri til að eiga í skammtímasamböndum. Stór brjóst þóttu þó ekki meira aðlaðandi eiginleiki í fari kvenna. Lítil brjóst voru einu brjóstin sem þóttu síður aðlaðandi.

Vísindamennirnir reyndu að koma með skýringar á af hverju fólk telur að konur með stór brjóst séu með meiri kynhvöt og séu lauslátari en aðrar konur. Ein af skýringum þeirra er að fólk fái þessar hugmyndir úr klámmyndum því konur í þeim séu oft með brjóst yfir meðallagi.

Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að konur með stór brjóst séu ekki lauslátar og að karlar sem eru að leita eftir skyndikynnum ættu að muna að þótt að kona sé með stór brjóst þýði það ekki endilega að hún vilji hoppa í bólið með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jóakim Danaprins á batavegi – Fékk góðan gest í vikunni

Jóakim Danaprins á batavegi – Fékk góðan gest í vikunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla

Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný flugvél á að fljúga á þreföldum hljóðhraða

Ný flugvél á að fljúga á þreföldum hljóðhraða
Pressan
Fyrir 2 dögum

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður hafði upp á manninum sem skaut hann fyrir 49 árum

Lögreglumaður hafði upp á manninum sem skaut hann fyrir 49 árum
Fyrir 3 dögum

Laxinn byrjaður að veiðast í Efri Haukadalsá

Laxinn byrjaður að veiðast í Efri Haukadalsá
Pressan
Fyrir 4 dögum

100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru

100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru
Fyrir 4 dögum

Bleikjan seinna á ferðinni en í fyrra

Bleikjan seinna á ferðinni en í fyrra