Mánudagur 17.febrúar 2020
Pressan

Fyrst voru það eldar svo flóð – Nú eru það banvænar köngulær

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 07:02

Trektkönguló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa Ástralir þurft að takast á við gríðarlega skógarelda, flóð og hagl. Nú vara sérfræðingar fólk við banvænum köngulóm, trektköngulóm (Funnel Web Spider), en undanfarið hafa verið kjöraðstæður fyrir áttfætluna.

Þessar köngulær eiga heimkynni í rökum skógarsvæðum í Austur-Ástralíu og er tegundin þekkt fyrir mjög eitrað og hraðvirkandi eitur. Samkvæmt The Australian Reptile Park hefur orðið vart við aukna virkni köngulóa að undanförnu. Samkvæmt talsmanni garðsins hefur rigning undanfarinna daga og hitinn sem fylgt hefur í kjölfarið haft þau áhrif að köngulærnar eru farnar á ferðina. Hann segir einnig að þetta séu með allra hættulegustu köngulóm á jörðinni og að það þurfi að taka það mjög alvarlega bíti þær fólk.

Sérfæðingar segja að köngulærnar séu seinna á ferðinni en venjulega, vegna mikilla þurrka undafarna mánuði. Eitur köngulóanna er mjög sterkt og getur drepið menn. Köngulærnar eru á ferðinni, eftir rigningarnar undanfarið og geta farið inn í hús hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bónorðið birtist óvænt á Google Maps

Bónorðið birtist óvænt á Google Maps
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungur Svíi þénaði rúmlega tvo milljarða á YouTube á síðasta ári

Ungur Svíi þénaði rúmlega tvo milljarða á YouTube á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilt um höfuðklæðnað múslimskra kvenna í danska hernum

Deilt um höfuðklæðnað múslimskra kvenna í danska hernum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prufa ný umferðarljós sem haldast rauð ef ökumenn flauta

Prufa ný umferðarljós sem haldast rauð ef ökumenn flauta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita