fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Verðmæti móðurfélags Google komið yfir 1.000 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 08:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Alphabet, sem er móðurfélag Google, komst á föstudaginn í góðan og fámennan hóp fyrirtækja sem eru metin á meira en 1.000 milljarða dollara. Í þeim hópi má einnig finna móðurfyrirtæki Apple og Microsoft.

CNN skýrir frá þessu. Apple er verðmætasta bandaríska fyrirtækið en það er metið á 1.400 milljarða dollara. Á heimsvísu er það sádí-arabíska olíufélagið Saudi Aramco sem er verðmætast en það var skráð á hlutabréfamarkað í desember og var þá metið á 2.000 milljarða dollara en ekkert annað fyrirtæki hefur náð þeim áfanga. Verðmæti fyrirtækisins hefur þó heldur lækkað og er nú um 1.800 milljarðar dollara.

Amazon netverslunin var í hópi 1.000 milljarða dollara fyrirtækjanna en um þessar mundir stendur verðmæti fyrirtækisins í um 930 milljörðum dollara.

Verð hlutabréfa í Alphabet hefur hækkað um átta prósent það sem af er árinu. Verð hlutabréfa í fleiri tæknifyrirtækjum hefur einnig hækkað vegna vaxandi bjartsýni eftir að samið var um vopnahlé í viðstkiptastríði Kína og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar