Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Verðmæti móðurfélags Google komið yfir 1.000 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 08:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Alphabet, sem er móðurfélag Google, komst á föstudaginn í góðan og fámennan hóp fyrirtækja sem eru metin á meira en 1.000 milljarða dollara. Í þeim hópi má einnig finna móðurfyrirtæki Apple og Microsoft.

CNN skýrir frá þessu. Apple er verðmætasta bandaríska fyrirtækið en það er metið á 1.400 milljarða dollara. Á heimsvísu er það sádí-arabíska olíufélagið Saudi Aramco sem er verðmætast en það var skráð á hlutabréfamarkað í desember og var þá metið á 2.000 milljarða dollara en ekkert annað fyrirtæki hefur náð þeim áfanga. Verðmæti fyrirtækisins hefur þó heldur lækkað og er nú um 1.800 milljarðar dollara.

Amazon netverslunin var í hópi 1.000 milljarða dollara fyrirtækjanna en um þessar mundir stendur verðmæti fyrirtækisins í um 930 milljörðum dollara.

Verð hlutabréfa í Alphabet hefur hækkað um átta prósent það sem af er árinu. Verð hlutabréfa í fleiri tæknifyrirtækjum hefur einnig hækkað vegna vaxandi bjartsýni eftir að samið var um vopnahlé í viðstkiptastríði Kína og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana