fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:00

Frá Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar í Kaupmannahöfn eiga fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að upp komst að þeir voru aðeins of duglegir við að nota klippa/klístra möguleikann í tölvunum sínum. Talsmaður lögreglunnar segir að fólkið verði ákært og þurfi því að mæta fyrir dóm.

TV2 skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt miðilsins þá er annarsvegar um 24 ára karlmann að ræða sem var staðinn að því síðastliðið haust að hafa breytt einkunnum sínum í tengslum við atvinnuumsókn. Hinsvegar er um 24 ára konu að ræða sem er grunuð um að hafa tvisvar á síðasta ári falsað læknisvottorð til að koma sér undan að mæta í próf.

Starfsfólki skólans fannst vottorðin grunsamleg og rannsakaði þau betur. Á öðru þeirra var fölsuð undirskrift læknis en á hinu var engin undirskrift.

Bæði hafa viðurkennt falsið og eiga 30 til 40 daga fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglan í Kaupmannahöfn fær um 30 mál af þessu toga til rannsóknar á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti