fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:00

Frá Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar í Kaupmannahöfn eiga fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að upp komst að þeir voru aðeins of duglegir við að nota klippa/klístra möguleikann í tölvunum sínum. Talsmaður lögreglunnar segir að fólkið verði ákært og þurfi því að mæta fyrir dóm.

TV2 skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt miðilsins þá er annarsvegar um 24 ára karlmann að ræða sem var staðinn að því síðastliðið haust að hafa breytt einkunnum sínum í tengslum við atvinnuumsókn. Hinsvegar er um 24 ára konu að ræða sem er grunuð um að hafa tvisvar á síðasta ári falsað læknisvottorð til að koma sér undan að mæta í próf.

Starfsfólki skólans fannst vottorðin grunsamleg og rannsakaði þau betur. Á öðru þeirra var fölsuð undirskrift læknis en á hinu var engin undirskrift.

Bæði hafa viðurkennt falsið og eiga 30 til 40 daga fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglan í Kaupmannahöfn fær um 30 mál af þessu toga til rannsóknar á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn