fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Þunguð kona og sex börn pínd til dauða af sértrúarsöfnuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 19:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt yfirvöldum píndi og drap sértrúarsöfnuður þungaða konu og sex börn og gróf þau í fjöldagröf í Panama. Níu meðlimir safnaðarins hafa verið handteknir og munu verða ákærðir fyrir hrottalega árás sem varð þungaðri konu og sex börnum að bana á mánudag. CNN greinir frá þessu. Börnin voru eins, þriggja, níu, ellefu og sautján ára gömul, þrír drengir og þrjár stúlkur.

Árásin átti sér stað í afskekktum hluta Ngäbe-Buglé svæðisins, en þar er stórt samfélag innfæddra Panamamanna.

Fórnarlömbin voru drepin vegna þess að þau iðruðust ekki synda sinna segir Rafael Baloyes, saksóknari á svæðinu. Hann telur að söfnuðurinn hafi verið virkur í um þrjá mánuði, en hafi ekki valdið neinum skaða fram að þessu. Árásin átti sér stað þegar meðlimir safnaðarins voru þess vissir að viðkomandi hefði fengið skilaboð frá Guði.

Lögreglan réðist inn í húsnæði safnaðarins og bjargaði 15 manneskjum, sem voru næstar í röðinni til að vera drepnar, segir í yfirlýsingu frá saksóknaranum. Á staðnum fundust næg sönnunargögn til þess að tengja þau níu sem handtekin voru við morðin, meðal þess sem fannst voru sveðjur og önnur verkfæri sem lögreglan telur að hafi verið notuð við morðin. Einn hinna handteknu var afi eins myrtu barnanna. Söfnuðurinn kallar sig „Kirkju Guðs“. Baloyes segir að þrátt fyrir rannsókn á svæðinu hafi ekki fundist fleiri fórnarlömb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali