Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt útlit er fyrir að fulgaflensa sé að ná útbreiðslu í nokkrum löndum í Evrópu. Á mánudag tilkynntu yfirvöld í Þýskalandi að greinst hefði fulgaflensa í villtri gæs í Brandenburg í austurhluta Þýskalands, nálægt landamærunum til Póllands.

Samkvæmt þýskum yfirvöldum er um að ræða afar smitandi tegund fuglaflensu, sem nefnist H5N8. Það hefur þó ekki verið tilkynnt um nein smit í eldisfuglum. „Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er að koma í veg fyrir að eldisfuglar smitist af vírusnum“, segir í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Brandenburg.

Austur-Evrópskur faraldur

H5N8 hefur að undaförnu greinst í eldisfuglum í nokkrum löndum í Austur-Evrópu. Síðan í desember hefur fuglaflensa greinst í hænsnum í Slóvakíu, Tékklandi, Ungverjalandi og Póllandi. Einnig hafa tilfelli fuglaflensu fundist í Úkraínu. Það getur verið kostnaðarsamt þegar fuglaflensa kemur upp í eldisfuglum. Það þarf að slátra dýrunum og því getur fylgt mikill kostnaður og tap fyrir ræktendurna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Í gær

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum