fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Metfjöldi sprenginga í Svíþjóð á síðasta ári – Fimm á viku að meðaltali

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 07:01

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári urðu 257 sprengingar í Svíþjóð og er þá átt við sprengingar þar sem glæpamenn standa að baki. Aukningin nam 59 prósentum frá árinu á undan. Þetta þýðir að á síðasta ári hafi fimm sprengjur sprungið í viku hverri ef tilvikunum er dreift jafnt á árið. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá afbrotavarnarráði Svíþjóðar.

Yfirleitt er talað um að sprengingarnar tengist starfsemi og átökum glæpagengja í landinu en lögreglan hefur ekki náð miklum árangri í baráttunni gegn gengjunum. Lögreglan upplýsti aðeins um tíu prósent af sprengjumálunum á síðasta ári.

Linda Staaf, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglustjóraembættisins, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið í haust að sprengingarnar væru meðal annars notaðar til „kúgana, hefnda og til að hóta“. Hér sé ekki eingöngu um vanda tengdum stóru bæjunum og borgunum að ræða því sprengjur hafi einnig verið sprengdar í litlum bæjum.

Sprengingarnar einskorðast ekki við þau hverfi sem glíma við mestu félagslegu vandamálin og glæptatíðnina því þær eru farnar að teygja sig inn í hverfi millistéttarinnar.

Þetta veldur því að almenningur finnur til vaxandi óöryggis en fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að tengja Svíþjóð við átök glæpagengja, skotárásir og sprengjutilræði. Málin eru ofarlega í huga Svía sem eru ósáttir við stjórnmálamenn og telja þá ekki taka nægilega fast á þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn