fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur efnahagur er í erfiðri stöðu og viðvörunarljós blikka víða. Hagvöxtur minnkar, fyrirtæki fjárfesta minna og neytendur eru í vandræðum vegna skulda. Hagfræðingar segja að hættan á kreppu sé langt frá því að vera yfirstaðin.

Fyrirtæki um heim allan þurfa að búa sig undir minnkandi hagvöxt í Bandaríkjunum og jafnvel kreppu. Þrátt fyrir að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hafi komið vel útúr árinu 2019, vara hagfræðingar við því að efnahagurinn sé brothættur.

Torsten Sløk, yfirhagfræðinur hjá Deutche Bank í Bandaríkjunum segir að það sé mikil hætta á því að menn séu of bjartsýnir þegar þeir segja að það versta sé yfirstaðið, efnahagurinn sé enn í hættu.

Bandaríska efnahagskerfið er það stærsta í heiminum og ef hagvöxturinn minnkar mun það hafa mikil áhrif um allan heim.

Samkvæmt Bloomberg fréttastofunni eru hagfræðingar sammála um það að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 1,7% á fyrsta ársfjórðungi 2020. En sérfræðingar hjá Deutche Bank og danska bankanum Nordea vilja meina að það sé mikil hætta á að efnhagurinn verði fyrir áfalli sem muni draga enn meira úr hagvexti.

Torsten Sløk bendir sérstaklega á tvennt, að fyrirtæki hafi miklar áhyggjur af framtíðinni og að þau haldi að sér höndum í fjárfestingum. Einnig hafi neytendur það muni verra en þeir halda. Það síðastnefnda getur verið mjög hættulegt fyrir efnahaginn, hinir bandarísku neytendur hafa nefnilega haldið efnahaginum á floti á meðan framleiðsluiðnaðurinn hefur verið í vanda.

Neytendur lenda sífellt í meiri vandræðum vegna skulda sem þeir geta ekki greitt og það hefur slæm áhrif á efnahaginn. Bank of America bendir einnig á að neytendur hafi mikil áhrif á efnahaginn og þrátt fyrir að allt líti út fyrir að neytendur séu enn viljugir til að eyða peningum geti það breyst ef vinnumarkaðurinn fer að sína veikleikamerki. Michelle Meyers, hagfræðingur hjá Bank of America segir að við megum ekki trúa því að ekkert geti haft áhrif á heimilin, þegar allt komi til alls stjórnist eyðsla neytenda af því hve mikið þeir hafi á milli handanna.

Hagfræðingar hafa einnig áhyggjur af vinnumarkaðnum, menn séu þegar farnir að halda að sér höndum í framleiðslugeiranum og það muni hafa áhrif á vinnumarkaðinn. Forsetakosningarnar seinna á þessu ári gætu einnig skapað óróa og óöryggi í kringum efnahaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“