fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Boris Johnson er sagður íhuga að flytja efri deild þingsins frá Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 20:30

Breska þinghúsið. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem The Sunday Times segir þá íhugar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, nú að flytja efri deild þingsins (lávarðadeildina) frá Lundúnum til York í norðausturhluta landsins. Blaðið segist hafa heimildir fyrir þessu.

Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stóran sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og er flokkurinn með góðan meirihluta á þinginu. Johnson hefur lofað að auka fjárfestingar í norðurhluta Englands en þar hefur orðið mikill samdráttur í iðnaði síðan fjármálakreppan skall á 2008.

The Sunday Times segir að Johnson hafi nú þegar gefið fyrirmæli um að undirbúningur að flutningi deildarinnar skuli hafinn. Hann er sagður vilja halda í þann mikla stuðning sem flokkur hans nýtur nú í norðurhluta landsins og sé flutningur efri deildarinnar liður í því.

Blaðið segir að til greina komi að hýsa efri deildina í opinberri byggingu sem er nærri lestarstöðinni í York. Á eftir York er Johnson sagður renna hýru auga til Birmingham sem er næststærsta borg Bretlands.

742 þingmenn eiga sæti í efri deildinni en þeir eru flestir tilnefndir til setu þar af forsætisráðherranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn