Föstudagur 28.febrúar 2020
Pressan

Sakfelldur fyrir að mynda stjúpdóttur sína með falinni myndavél þegar hún var í baði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. janúar 2020 14:30

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra karlmaður var í nóvember sakfelldur af dómstóli á Borgundarhólmi í Danmörku fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni þegar hún var í baði og á salerninu.  Upptökurnar áttu sér stað 2017 en þá hafði stúlkan ekki náð 15 ára aldri.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu og segir að málið hafi farið algjörlega framhjá dönskum fjölmiðlum þar til nú að blaðið komst á snoðir um það.

Maðurinn var einnig fundinn sekur um margvísleg brot á reglum um notkun og flug dróna. Hann var dæmdur til að greiða sem svarar til tæplega 100.000 íslenskra króna í sekt og dróninn hans var gerður upptækur í ríkissjóð.

Fyrir dómi sagði maðurinn að myndatakan af stjúpdótturinni hafi verið mistök og misskilningur. Hann sagðist hafa komið falinni myndavél fyrir inni á baði til að fylgjast með hvort sonur hans fylgdi fyrirmælum hans um að þvo sér um hendurnar. Stjúpdóttirin hafi síðan lent með á nokkrum myndum.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að maðurinn eyddi myndunum strax en sérfræðingum lögreglunnar tókst að finna þær í tölvu hans þrátt fyrir það.

Maðurinn ræddi málin við stúlkuna en hann er kvæntur móður hennar og var móðirin viðstödd réttarhöldin. Málið hefur ekki orðið til þess að fjölskyldan hafi sundrast.

Hann var einnig ákærður fyrir drónanotkun og bar 34 ára kona vitni gegn honum. Hann hafði flogið dróna sínum yfir garðinn hennar sem er girtur af með hárri girðingu.

„Ég var mjög reið. Ég sætti mig ekki við þetta. Ég er með háa girðingu í kringum garðinn minn og vil fá að vera í friði. Þetta er mjög ógeðfellt.“

Sagði konan fyrir dómi en hún kærði manninn fyrir að fljúga DJI Phantom 3 dróna yfir garðinn hennar og að hafa tekið myndir af henni með drónanum. Þetta gerðist að hennar sögn 4-5 sinnum síðasta sumar. Konan elti drónann og hafði þannig upp á eiganda hans og kærði til lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir
Pressan
Í gær

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að sanna að jörðin sé flöt – Það kostaði hann lífið

Ætlaði að sanna að jörðin sé flöt – Það kostaði hann lífið