fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Óvænt uppgötvun – Tunglið ryðgar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. september 2020 09:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gufuhvolfið á tunglinu er mjög þunnt og þar er ekki vatn í fljótandi formi. Af þessum sökum eru vísindamenn, sem standa að nýrri rannsókn, mjög undrandi á að þar er blóðsteina að finna, einhverskonar form ryðs.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Blóðsteinar myndast þegar járn kemst í snertingu við súrefni og hér á jörðinni þarf bæði vatn og loft til að þetta ferli geti átt sér stað.

„Þetta er mjög dularfullt. Tunglið er skelfilegur staður hvað varðar myndum blóðsteina,“

hefur ScienceAlert eftir Shuai Li hjá University of Hawaii. Hann og samstarfsmenn hans hafa árum saman greint samsetningu málma á yfirborði tunglsins. Það var í tengslum við það sem þeir uppgötvuðu blóðsteina, þeim og öðrum vísindamönnum til mikillar undrunar.

En hvernig mynduðust blóðsteinarnir? Vísindamenn vita að frosið vatn er á tunglinu og hugsanlega gæti það hafa blandast lausum hlutum á yfirborðinu. Li og samstarfsmenn hans uppgötvuðu að blóðsteinarnir eru á þeirri hlið tunglsins sem alltaf snýr að jörðinni. Það getur því að þeirra mati bent til að myndun þeirra tengist jörðinni á einhvern hátt.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að sólvindar geta blásið smá súrefni frá jörðinni upp á yfirborð tunglsins. Þegar tungl er fullt er tunglið í segulsviði jarðarinnar sem virkar sem skjöldur fyrir sólvindinum. Þannig lokar segulsviðið fyrir 99% af sólvindinum, þegar tungl er fullt, áður en hann nær til tunglsins. Það er því stutt tímabil í hverjum mánuði sem ryðferlið gæti átt sér stað en það gerist þá mjög hægt og tekur milljarða ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins