fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fundu sebraasna í Kenía

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 18:20

Sebraasninn með merinni. Mynd:Sheldrick Wildlife Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Chyulu Hills þjóðgarðsins í Kenía ráku upp stór augu nýlega þegar þeir rákust á sebraasna í fylgd með sebrameri utan þjóðgarðsins. Sebraasninn, sem er eins og nafnið gefur til kynna afkvæmi sebrahests og asna, er aðeins með rendur á fótleggjunum en þær eru ekki eins dökkar og rendurnar á móður hans.

Það er þekkt að sebrahestar og asnar geta eignast afkvæmi saman en það er ekki mjög algengt úti í náttúrunni.

Merin og sebraasninn voru tekin með inn í þjóðgarðinn en þar eru aðallega fílar og nashyrningar en einnig nokkrir sebrahestar.

Sérfræðingar dýragarðsins segja að sebraasninn eigi að geta lifað eðlilegu líf en hann muni ekki eignast afkvæmi því sebraasnar eru ófrjóir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“