fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

92 ára kona ætlaði í bankann með leigubíl – Bílstjórinn sneri við og fór með hana á lögreglustöðina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 06:00

Raj með tveimur lögreglumönnum. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnudagar leigubílstjóra geta verið mismunandi, eins mismunandi og farþegarnir eru margir. Nýlega fékk Raj Singh, sem ekur leigubíl í Roseville í Kaliforníu og hefur gert árum saman, það verkefni að aka 92 ára konu frá heimili hennar í viðskiptabanka hennar. Þau tóku tal saman á leiðinni og gamla konan sagði honum hvaða erindi hún ætti í bankann. Þegar hann heyrði hvert erindið var sneri hann við og ók á lögreglustöð með hana.

Kannski má segja að ef konan hefði ekki verið svo heppin að lenda í bíl hjá Raj hefði dagurinn orðið allt öðruvísi fyrir hana og hefði getað orðið henni dýrkeyptur.

Hún sagði Raj að hún hefði fengið símtal frá skattayfirvöldum þar sem henni var skýrt frá því að hún skuldaði 25.000 dollara í skatt og að hún þyrfti að greiða þetta með millifærslu í bankanum sínum. En honum fannst þetta nú ansi grunsamlegt og grunaði strax að konan hefði lent í klóm svikahrappa.

„Raj fannst þetta hljóma undarlega svo hann sagði við konuna að hún gæti verið fórnarlamb svikahrappa. Hún trúði honum ekki.“

https://www.facebook.com/RosevilleCaliforniaPolice/photos/a.686161504769571/2949360495116316/?type=3

Skrifaði lögreglan í Roseville á Facebooksíðu sína um málið.

Raj taldi konuna á að hringja í númerið, sem hringt hafði verið í hana úr frá „skattinum“. Þegar svarað var varð hann enn sannfærðari um að hér væri um svikastarfsemi að ræða.

„Við hringdum í númerið og spurðum manninn: „Þekkir þú þessa konu?“ Hann sagði nei.“

Sagði Raj í samtali við CNN.

Gamla konan féllst þá á að eitthvað væri óeðlilegt við þetta allt saman.

Eftir viðræður hennar við lögregluna lá ljóst fyrir að hún hafði orðið fórnarlamb fjársvikatilraunar og ákvað hún að láta eiga sig að millifæra upphæðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi