fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Segja Hamasliða hafa hakkað sig inn í farsíma ísraelskra hermanna – Notuðu ljósmyndir af fallegum konum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 18:15

Palestínumenn og Ísraelsmenn takast oft á vegna byggða landtökufólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður ísraelska hersins, Jonathan Conricus, segir að meðlimir hinna palenstínsku Hamassamtaka hafi hakkað sig inn í farsíma mörg þúsund hermanna. Notast var við falska notendareikninga, í nafni ungra og myndarlegra kvenna, á samfélagsmiðlum til að komast í samband við hermennina. Ef þeir svöruðu komst á samband og voru þeir hvattir til að taka þátt í skiptum á ljósmyndum sem áttu að sögn að eyðast eftir 30 sekúndur. Í tengslum við þessi myndaskipti voru þeir beðnir um að hlaða niður appi en það innihélt skaðlegan hugbúnað.

Conricus segir að þetta sé í að minnsta kosti þriðja sinn sem Hamasliðar hafa reynt að brjótast inn í farsíma hermanna með því að nota samfélagsmiðla. Hann segir að nýjasta tilraunin hafi verið miklu betur útfærð en þær síðustu og meira vandað til verks.

„Til að virka trúverðugri og til að útskýra hversu léleg hebreska málfræðin þeirra var, var hermönnunum sagt að konurnar væru innflytjendur af gyðingaættum.“

Sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja