fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kínverjar herja á sænska fjölmiðla vegna umfjöllunar þeirra um Kína

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hafa starfsmenn kínverska sendiráðsins í Stokkhólmi margoft sett sig í samband við sænska fjölmiðla til að gagnrýna umfjöllun þeirra um Kína og kínversk málefni. Kínverski sendiherrann, Gui Congyou, hefur nú verið boðaður á fund í sænska utanríkisráðuneytinu á morgun þriðjudag vegna þessa. Ann Linde, utanríkisráðherra, segir að sem fullvalda ríki geti Svíar ekki sætt sig við nein form hótana.

Hún var þar að bregðast við ummælum Gui Congyou í samtali við sænska sjónvarpsstöð þar sem hann sagði að sænskir fjölmiðlar minni á „48 kílóa hnefaleikamann sem efnir til bardaga við 86 kílóa hnefaleikamann“.

Það var Sænska ríkisútvarpið sem fjallaði fyrst um málið eftir að hafa kortlagt afskipti Kínverja af fréttaflutningi sænskra fjölmiðla.

Svenska Dagbladet, Expressen, Sveriges Radio og SVT segja að á undanförnum árum hafi starfsmenn kínverska sendiráðsins margoft sent tölvupósta og bréf með athugasemdum við fréttaflutning miðlanna af kínverskum málefnum.

Gagnrýni Kínverjanna hefur meðal annars snúið að umfjöllun miðlanna um stöðuna í Kína og um sænsk/kínverska bókaútgefandann Gui Minhai sem hefur setið í fangelsi í Kína síðan 2015. Talið er að kínverska leyniþjónustan hafi rænt honum og fangelsað.

Starfsmenn sendiráðsins hafa einnig beðið blaðamenn frá Aftonbladet, SVT og Svenska Dagbladet að koma til funda um umfjöllun miðlanna um Kína.

Karin Olsson, ritstjóri menningarefnis hjá Expressen segir að bréf hafi byrjað að berast frá sendiráðinu fljótlega eftir að Gui tók við embætti sendiherra í september 2017. Hún segist ekki í neinum vafa um að ætlunin sé að hafa áhrif á sænsku miðlana og fá þá til að stunda einhverskonar ritskoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig