fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ráðgátan um snjóinn við Hvíta húsið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 14:30

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti undrun margra þegar Hvíta húsið hélt því fram á sunnudag að fyrsti snjór ársins hefði fallið fyrir utan húsið. Þá birti Hvíta húsið færslu á Twitter að fyrsti snjór ársins hefði fallið fyrir utan heimili forsetans. Með textanum „First snow of the year!“ fylgdi mynd af hinu fræga húsi þar sem sjá mátti snjókorn fyrir framan myndavélarlinsuna.

Tístið hefur vakið mikil viðbrögð á Twitter, þar sem hitinn í Washington á sunnudag var vel yfir frostmarki. Samkvæmt Huffington Post fór hitinn við Hvíta húsið upp í 20 gráður á sunnudag. Margir þeirra sem hafa tjáð sig á Twitter hafa rætt um meðferð Trump á sannleikanum. Meðal annars skrifar Twitter notandinn JoeMyGod: „Heimskulegasta lygi Trump árið 2020 kom snemma“.

Samkvæmt Huffington Post féll fyrsti snjór ársins í Washington síðastliðinn fimmtudag. Vegna þessa eru þeir á þeirri skoðun að tístið hafi verið skrifað á fimmtudag, en deilan á milli Bandaríkjanna og Íran hafi mögulega tafið birtingu þess.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umfjöllun Trump um veðurfar hefur vakið undrun fólks. Þegar fellibyurinn Dorian nálgaðist Bandaríkin í september, sýndi Trump, í beinni útsendingu, kort yfir það svæði sem gert var ráð fyrir að yrði fyrir barðinu á fellibylnum. Augljóst var að kortinu hafði verið breytt með penna og að ríkinu Alabama hafði verið bætt við. Margir veltu því fyrir sér hvort Alabama hefði verið bætt við vegna þess að forsetinn hafði nokkrum dögum áður sagt að fellibylurinn myndi ganga yfir Alabama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig