fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Konu gefin hafragrautur í hundaskál og látin sofa á gólfinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars á síðasta ári bjargaði danska lögreglan 24 ára konu sem haldið fanginni á samyrkjubúi í bænum Højslev á Jótlandi. Talið er að ástæður þess að konunni var haldið í einangrun á samyrkjubúinu, þar sem hún lifði af vatni og hafragraut, hafi verið þær að slitnað hafi uppúr sambandi hennar og eins hinna ákærðu.

Fimm hafa verið handtekin vegna málsins og eru þau meðal annars ákærð fyrir ofbeldi og frelsissviptingu. Málið var tekið fyrir í réttinum í Viborg á mánudag.

28 ára gamall karlmaður, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn í málinu, vildi ekki skýra mál sitt fyrir rétti. Maðurinn, sem er sterkbyggður og var íklæddur víðri, dökkri skyrtu, hristi höfuðið þegar hann var spurður hvort hann vildi útskýra mál sitt. Þess í stað las Pia Kouldahl, saksóknari í málinu, upp yfirlýsingu frá manninum. Í yfirlýsingunni segir hinn ákærði að hann hafi búið með hinni 24 ára gömlu konu og þremur hinna ákærðu á samyrkjubúi í þorpinu Højslev.

Hann viðurkennir að hafa slegið konuna og segist hafa gert það vegna þess að hún hafi gert lítið úr honum. Auk þess hefði konan ekki þekkt muninn á þínu og mínu og hafi verið staðin að því að stela meðal annars gosi og sælgæti af sambýlisfólki sínu. Þetta var að sögn mannsins ástæða þess að íbúarnir vildu útiloka konuna.

Þau læstu dyrunum, þannig að konan var lokuð af á gangi. Þegar kvöldverður var borinn fram mátti hún ekki sitja við borðið. Hinn grunaði skýrir frá því að hún hafi á tímabili lifað af hafragraut sem borinn var fram í hundaskál.

Konan svaf á gólfinu í herbergi mannsins. Hann vildi ekki fá hana upp í rúm vegna þess að hún var samkvæmt honum drulluskítug og blæddi mikið þegar hún var á blæðingum. Þau eiga saman tveggja ára gamlan son, sem settur hefur verið í fóstur. Það fór að grafa undan sambandi þeirra eftir fæðingu sonarins, segir hinn ákærði.

Lögeglan réðist inn á heimilið hinn 17. mars á síðasta ári eftir að fjölskyldumeðlimur eins hinna ákærðu hafði haft samband við lögregluna.

Konan var slösuð og vannærð þegar hún fannst. Læknar fundur 34 sár á líkama konunnar, það voru meðal annars merki um að hún hefði verði slegin og verið bitin af hundi. Lögreglan telur að maðurinn hafi oftar en einu sinni sigað hundi, sem er blanda af labrador og boxer, á konuna. Þessu neitar maðurinn, hann neitar einnig að hafa svipt konuna frelsi sínu en játar að hafa átt einhvern þátt í að beita hana ofbeldi.

Verði maðurinn dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér ótímabundinn dóm, en honum er aðeins beitt þegar hinir dæmdu teljast afar hættulegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða