fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Magnus setur fram nýstárlega hugmynd um hvernig er hægt að bjarga loftslaginu – „Flestum finnst þetta mjög ógeðslegt og undarlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 06:45

Myndir þú borða mannakjötsgúllas?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fór matarhátíð fram í Stokkhólmi undir heitinu „Gastro summit“ en á hátíðinni var aðaláherslan á mat framtíðarinnar. Í einni málstofunni setti sænski atferlisfræðingurinn Magnus Söderlund fram nýstárlega hugmynd um hvernig er hugsanlega hægt að bjarga loftslaginu. Margir fitjuðu upp á trýnið og lyftu augabrúnum þegar þeir heyrðu boðskap hans og enn aðrir voru við það að æla.

Í einföldu máli gengur boðskapur Magnus út á að til að bjarga loftslaginu þá verðum við að byrja að borða mannakjöt í stað annars kjöts. Hann ræddi þetta síðan við TV4 sjónvarpsstöðina.

„Þegar rætt er um að borða mannakjöt er það stórt tabú sem erfitt er að brjóta. Af þeim sökum held ég að þetta muni aldrei verða mikið stundað í hinum vestræna heimi og hvað þá á okkar æviskeiði. Flestum finnst þetta mjög ógeðslegt og undarlegt. Við reynum nú að öðlast skilning á af hverju viðhorfið er svona.“

Því næst spurði fréttamaðurinn Magnus af hverju það eru ósjálfráð viðbrögð flestra að hafna hugmyndinni um að borða mannakjöt til að bjarga loftslaginu.

„Fólkið, sem á að borða, verður jú að vera dáið. Dáið fólk er í sjálfu sér tabú. Það má heldur ekki vanhelga mannslík. Það er erfiðara að brjóta þetta tabú en að drepa annað fólk.“

Svaraði Magnus og bætti við að fólk væri almennt íhaldssamt þegar kemur að því að borða mat sem það er ekki vant að borða.

„En ef við viljum snúa hverjum steini við til að leysa loftslagsvandann þá er mikilvægt að beina sjónum okkar að mannakjötsneyslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum