fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Danska þingið grípur í taumana og setur hömlur á græðgi fjármálastofnana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 07:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breið pólitísk samstaða náðist á danska þinginu í síðustu viku um að styrkja samkeppniseftirlitið þannig að það geti betur gripið inn í það sem margir segja eintóma græðgi fjármálastofnana. Allir stærstu flokkarnir á þingi, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, standa að samkomulaginu. Samkvæmt lagafrumvarpi sem verður lagt fram munu samkeppnisyfirvöld geta gripið inn hvað varðar „ósanngjarna gjaldtöku og hagnað“.

Í grunninn snýst málið um gjaldtöku þegar einstaklingar og fyrirtæki nýta sér beinbreiðslur til að greiða reikninga sína. Það er greiðslumiðlunarfyrirtækið Nets sem situr að þeim markaði í dag. Fyrir hverja beingreiðslu tekur Nets 4,32 danskar krónur í þóknun. Það má nærri geta að hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða í mánuði hverjum þegar tugmilljónir reikninga eru greiddir. Nýlega kom fram í fréttum að raunkostnaðurinn við hverja beingreiðslu er aðeins nokkrir aurar, allt annað er gjald sem rennur beint í sjóði Nets sem deilir ágóðanum síðan með bönkum landsins.

Reiknað er með að nýju lögin taki gildi í byrjun næsta árs. Samkvæmt þeim geta samkeppnisyfirvöld fyrirskipað fyrirtækjum að lækka gjaldtöku sína ef sýnt þykir að verðin séu ósanngjörn og ekki í neinu samræmi við raunkostnað. Með þessu á að koma í veg fyrir að fjármálafyrirtæki misnoti markaðsaðstöðu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf