fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Amazon brennur og við hliðina brennur annað gríðarlega mikilvægt svæði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 22:00

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum á undanförnum vikum herja miklir skógareldar á Amazon regnskóginn og þá sérstaklega í þeim hluta hans sem er í Brasilíu. En nú brennur annað svæði, ekki síður mikilvægt, nærri Amazon.

CNN segir að eldarnir þar séu enn verri en í Amazon. Hér er um svæði að ræða sem heitir Cerrado en þar eiga 5 prósent af dýra- og plöntutegundum heimsins heimkynni og hvergi er fjölbreytnin meiri en þar. Cerrado nær yfir 200 milljónir hektara lands, eyðimörk og skóg.

Þar eru 837 fuglategundir, 120 skriðdýrategundir, 150 sveppategundir, 1.200 fiskategundir, 90.000 skordýrategundir, 11.000 plöntutegundir og 199 tegundir spendýra. Margar þessara tegunda eru hvergi annarsstaðar til en í Cerrado.

Oliveira Rosa, hjá náttúruverndarsamtökunum WWF Brazil, sagði í samtali CNN að svæðið missi um 700.000 hektara lands árlega.

Frá 2001 til 2018 töpuðust 54 milljónir hektara skóglendis í Brasilíu vegna ágangs manna. Skógar eru ruddir til að rýma fyrir landbúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf