fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 20:30

Vél frá Easyjet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flugvél EasyJet var í aðflugi að flugvellinum í Glasgow í Skotlandi í lok september á síðasta ári fékk flugmaðurinn mikið kvíðakast og neyddist til að yfirgefa flugstjórnarklefann. Um borð voru 148 farþegar og var vélin að koma frá Stansted flugvellinum í Lundúnum.

Flugmaðurinn flaug vélinni til Mallorca daginn áður og var sama áhöfn í því flugi og fluginu til Skotlands. Í skýrslu bresku flugslysanefndarinnar kemur fram að lendingin á Mallorca hafi haft mikil áhrif á flugmanninn. BBC skýrir frá þessu.

Flugmaðurinn var við stjórnvölinn þegar lenda átti á Mallorca en þá fékk vélin sterkan vind á sig og varð flugstjórinn að taka við stjórn vélarinnar. Hann sagði að flugmaðurinn hafi virst hafa jafnað sig eftir þetta.

Flugmaðurinn sagði flugslysanefndinni að honum hafi fundist hann vera of taugaóstyrkur til að fljúga næsta dag og hafi aðeins sofið í fjórar klukkustundir. En samt sem áður mætti hann til starfa næsta dag.

Í skýrslunni kemur fram að flugið frá Stansted í Lundúnum til Glasgow hafi gengið eftir áætlun alveg þar til vélin nálgaðist Glasgow en þá fengu flugmennirnir skilaboð um að undirbúa sig undir sterkan vind, eins og var á Mallorca daginn áður. Flugmaðurinn fékk þá mikið kvíðakast og varð flugstjórinn að taka alfarið við stjórn vélarinnar.

Flugmaðurinn yfirgaf flugstjórnarklefann og naut aðhlynningar flugliða í farþegarýminum. Sjúkraflutningsmenn tóku síðan við honum þegar vélin var lent.

Flugslysanefndin komst að þeirri niðurstöðu að flugmaðurinn gæti haldið áfram að fljúga þegar hann hefur lokið meðferð við kvíða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels