fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Seldi tvíburana sína til að geta keypt farsíma

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 21:15

Annað barnið. Mynd: Lögreglan í Cixi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglan í Zhejiang-héraðinu í Kína vann að rannsókn máls í síðustu viku hnaut hún um annað mál sem átti rætur að rekja eitt ár aftur í tímann. Það snýst um einstæða móður sem seldi tvíbura sína í september á síðasta ári fyrir sem svarar til um 1,1 milljónar íslenskra króna.

AsiaOne skýrir frá þessu. Fram kemur að konan sé á þrítugsaldri. Hún sagði lögreglunni að hún hafi ákveðið að selja börnin því hún hafi verið blönk og skuldað háar fjárhæðir. Foreldrar hennar höfðu neitað að hjálpa henni með börnin nema hún gifti sig.

Faðir barnanna vildi heldur ekki taka þátt í uppeldi þeirra. Hann var ekki til staðar þegar þau fæddust og lét raunar ekki sjá sig fyrr en barnsmóðir hans hafði selt börnin. Þá vildi hann að hún greiddi skuldir hans með peningunum.

Konan ákvað að skipta söluverðinu með honum. Sinn hluta notaði hún til að greiða skuldir og kaupa sér nýjan farsíma.

Foreldrarnir voru bæði handtekin en þá höfðu þau eytt öllum peningunum. Lögreglan fann börnin sem höfðu verið seld sitt hvoru parinu í Anhui-héraði. Þau eru nú í umsjá foreldra konunnar.

Parið á allt að 10 ára fangelsi fyrir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída