fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Drap þrjá unglinga við heimili sitt – Verður sennilega ekki ákærður

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem skaut þrjá unglinga til bana við heimili sitt í Atlanta í Bandaríkjunum í gærmorgun hefur ekki verið ákærður vegna málsins. Að sögn lögreglu bendir margt til þess að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Það var um fjögur leytið, aðfaranótt mánudags, að tilkynning um skothvelli barst lögreglu í einu af úthverfum Atlanta. Þegar lögregla kom á vettvang fundust þrír unglingspiltar, tveir sextán ára piltar og einn fimmtán ára, látnir.

Lee Thomas, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rockdale-sýslu, segir að svo virðist vera sem piltarnir hafi skipst á skotum við manninn. Sá síðarnefndi hafði farið út um nóttina vegna hávaða en þá kom í ljós að piltarnir voru að reyna að ræna fólk sem átti leið fram hjá húsinu. Ungu piltarnir voru allir með grímu fyrir andlitinu. Einn piltanna var úrskurðaður látinn á vettvangi en hinir tveir létust á sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað.

Að sögn lögreglu var það húsráðandinn, sá er skaut piltanna, sem hafði samband við lögreglu. Hann var fluttur á lögreglustöð en hefur ekki verið kærður vegna málsins. Georgía er eitt þeirra ríkja þar sem svokölluð Stand Your Ground Law eru í gildi, en samkvæmt þeim mega til dæmis húsráðendur verja sínar eignir, híbýli sem dæmi, með öllum tiltækum ráðum.

Ekki liggur fyrir hvort kæra verði lögð fram en að sögn lögreglu bendir margt til þess að húsráðandinn hafi verið í fullum rétti þegar atvikið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?