fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Á að deyja í kvöld og fær enga miskunn: Segist hafa fengið heilaskaða í móðurkviði

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjendur Mark Soliz, 37 ára fanga á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum, fóru þess á leit við dómstóla að fyrirhugaðri aftöku í kvöld verði frestað. Soliz var dæmdur til dauða árið 2012 fyrir tvö morð sem framin voru 2010; annars vegar á sendibílstjóra og hins vegar á 61 árs konu.

Soliz hélt því fram að hann hefði fæðst með svokallað áfengisheilkenni fósturs (e. Fetal alcohol syndrome). Þetta heilkenni er viðurkennt innan læknavísindanna og getur einkennst af þroskaskerðingu og hegðunarvanda. Dómari hafnaði beiðni verjenda Soliz og því bendir allt til þess að aftakan fari fram í kvöld.

Soliz var sakfelldur fyrir hrinu glæpa árið 2012 sem endaði með fyrrnefndum morðum. Hann skaut Ruben Martinez, 29 ára bílstjóra drykkjarvörufyrirtækis, til bana eftir að hafa rænt hann. Var Soliz óhress með það að einungis tíu dollarar voru í veski Rubens. Ruben lét eftir sig ólétta eiginkonu og sex ára son.

Nokkrum klukkustundum síðar ruddist hann inn á heimili 61 árs konu, Nancy Weatherly, og skaut hana til bana. Með honum í för var Jose Ramos sem játaði sök í málunum og hlaut lífstíðardóm.

Það tók kviðdómendur aðeins tíu mínútur að sakfella Soliz á sínum tíma.

Verjendur Soliz fóru þess á leit að aftökunni yrði frestað á þeim forsendum að ekki væri forsvaranlegt að taka hann af lífi í ljósi forsögu hans. Hann hefði átt erfiða barnæsku og alla tíð átt erfitt með að hafa hemil á hvötum sínum. Þá hafi frænka hans verið stungin til bana fyrir framan augun á honum þegar hann var barn og sjálfur hafi hann verið byrjaður að brjótast inn níu ára gamall.

Fimmtán fangar hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári. Þar af hafa sex verið teknir af lífi í Texas, fleiri en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig