fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Pressan

Ótrúleg kenning um mítla – Getur þetta virkilega verið rétt?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 07:01

Skógarmítill. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur virkilega verið að þeir mörg hundruð þúsund Bandaríkjamenn sem eru bitnir af mítlum og smitast af borrelíósu árlega séu óafvitandi fórnarlömb misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjahers frá því á sjötta áratugnum? Þessu vilja þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fá svör við en deildin hefur fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að rannsaka hvort tilraunir hafi verið gerðar með „mítla og önnur skordýr frá 1950 til 1975 sem líffræðileg vopn“.

Rannsaka á hvort hugsast geti, ef svona tilraunir voru gerðar, að einhverjir mítlar hafi sloppið úr tilraunastofum. Öldungadeildin á enn eftir að samþykkja þetta en hún verður að samþykkja tillöguna til að hún verði að veruleika. CNN og The Guardian skýra frá þessu.

Fram kemur að Chris Smith, þingmaður repúblikana, hafi lagt tillöguna um rannsóknina fram. Hann segist hafa lesið fjölda bóka og greina sem bendi til að bandarískar stofnanir hafi hið minnsta kannað möguleikana á að nota mítla sem líffræðileg vopn.

Í bók eftir Kris Newby, sem er vísindamaður við Stanford háskólann og fórnarlamb mítils, kemur fram að tengsl séu á milli útbreiðslu borrelíósu og misheppnaðra tilrauna. Nota hafi átt mítla, mý og flær til að smita fólk af hættulegum sjúkdómum á borð við hundaæði.

Newby segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi gert tilraunir með þetta til að rannsaka hvort hægt væri að sleppa mítlum og skordýrum yfir óvinasvæðum og láta þau smita fólk þar. Upp úr þessu hafi borrelíósufaraldur nútímans orðið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Í gær

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa

Miðdegisblundur getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli og blóðtappa
Pressan
Í gær

Drap þrjá unglinga við heimili sitt – Verður sennilega ekki ákærður

Drap þrjá unglinga við heimili sitt – Verður sennilega ekki ákærður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta eftir að þriggja ára drengur fannst sofandi við útidyrahurðina

Ráðgáta eftir að þriggja ára drengur fannst sofandi við útidyrahurðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opna hótel á Norðurpólnum – Nóttin á 95.000 evrur

Opna hótel á Norðurpólnum – Nóttin á 95.000 evrur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvít hjón fóru í tæknifrjóvgun – Eignuðust barn sem er asískt í útliti

Hvít hjón fóru í tæknifrjóvgun – Eignuðust barn sem er asískt í útliti