fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
Pressan

Lögreglan leitaði hans í 16 ár – „Við ætluðum aldrei að hætta leitinni“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 06:00

Christopher Guest More

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 41 árs gamli Englendingur, Christopher Guest More yngri var handtekinn á Möltu síðastliðinn fimmtudag. Hann er grunaður um hrottalegt morð árið 2003. Áður en hann myrti fórnarlamb sitt pyntaði hann það fyrir framan börn fórnarlambsins.

More, sem hafði verið á flótta í 16 ár, er grunaður um hrottafengið morð og var einn af eftirsóttustu glæpamönnum Evrópu. Hann er, samkvæmt lögreglunni í Bretlandi, grunaður um að hafa árið 2003 pyntað mann til dauða á meðan uppkomin börn mannsins horfðu á. BBC greinir frá þessu.

Morðið á að hafa átt sér stað á heimili fórnarlambsins í Knutsford í Chesire. Ástæðan mun hafa verið fíkniefnaskuld fórnarlambsins, sem er talið hafa ræktað kannabis. Þrír menn, sem talið er að hafi verið með More þegar morðið átti sér stað, afplána nú þegar lífstíðardóma fyrir morðið.

123 áverkar

Fórnarlambið mun hafa verið pyntað á mjög grimmilegan hátt. Hann mun meðal annars hafa verið bundinn við stól, sleginn með svipu, brenndur og píndur með heftara. Pyntingarnar munu hafa tekið um þrjár klukkustundir og hlaut maðurinn 123 áverka. Börnum fórnarlambsins mun hafa verið ógnað með vopnum á meðan á árásinni stóð. Auk hins hrottalega morðs var More einnig leitað vegna morðtilraunar, frelsissviptingar og fyrir að beita aðra, sem voru viðstaddir glæpinn, ofbeldi.

Gafst aldrei upp

Samkvæmt National Crime Agency (NCA) í Bretlandi var handtaka More á Möltu gerð í samvinnu við þarlend yfirvöld.

„Við höfum beðið mjög lengi eftir þessu augnabliki. Við ætluðum aldrei að hætta leitinni,“ sagði Graham Roberts, svæðisstjóri NCA í viðtali við BBC.

Aðstoðarlögreglustjórinn í Chesire, Matt Burton, segir að lögreglan hafi eytt mörgum árum í leitina að More. Hann þakkaði almenningi fyrir aðstoðina og þær upplýsingar sem lögreglunni hafi verið veittar.

More verður framseldur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fugl varð eldri manni að bana

Fugl varð eldri manni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“