fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Leikstjóri Leaving Neverland játar að rangt sé farið með í heimildamyndinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 05:59

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildamyndinni Leaving Neverland skýra Wade Robson, 36 ára, og James Safechuck, 40 ára, frá skelfilegu kynferðisofbeldi sem þeir segjast hafa orðið fyrir á barnsaldri af hálfu poppgoðsins Michael Jackson á heimili hans á Neverland-búgarðinum í Kaliforníu.

Myndin hefur vakið upp miklar umræður og heitar tilfinningar meðal aðdáenda Jackson og ekki eru allir á einu máli um sannleiksgildi frásagna Robson og Safechuck. Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera mjög einhliða því enginn komi fram í henni og verji Jackson en hann lést 2009.

Neverland-búgarðurinn er nefndur eftir eyju í sögunni um Pétur Pan en í henni verða börn aldrei fullorðinn en Jackson var stundum sagður vera barn í líkama fullorðins manns. Á Neverland-búgarðinum var meðal annars tívólí, dýragarður og lestarstöð og lestir.

Í myndinni segir Safechuck að Jackson hafi brotið gegn honum kynferðislega á árunum 1988 til 1992, meðal annars í herbergi á Neverland-lestarstöðinni.

Eins og DV skýrði frá í gær þá hefur blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mike Smallcombe, sem ritaði ævisögu Jackson, uppi efasemdir um sannleiksgildi þessarar frásagnar því ekki var gefið út byggingarleyfi fyrir lestarstöðinni fyrr en 1993 og byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1994. Samkvæmt opinberum skjölum sem Smallcombe hefur fengið afhent þá var byggingarleyfið samþykkt í byrjun september 1993.

Hann fjallaði nýlega um þetta á Twitter og í framhaldi svaraði Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, færslu hans og sagði að enginn vafi leiki á að dagsetningar tengdar lestarstöðinni passi ekki. Dagsetningin sem sé röng sé á þeim tíma er kynferðisofbeldinu var að linna.

Twitterfærsla Smallcombe og svar Dan Reed.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum