fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 06:59

Robbie Middleton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. júní 1998 hélt Robbie Middleton upp á 8 ára afmælið sitt. Síðdegis gekk hann í gegnum skóg, bak við heimili sitt, á leið heim til vinar síns sem hann ætlaði að gista hjá. En skömmu eftir að hann lagði af stað réðst sannkallað skrímsli á hann.

Ungur piltur batt Robbie við tré, hellti bensíni yfir hann og kveikti í. Þetta gerðist í Splendora í Texas í Bandaríkjunum. Robbie var bara venjulegur 8 ára drengur, gekk í skóla, lék við vini sína og lifði lífinu á svipaðan hátt og flestir jafnaldrar hans. Robbie losnaði frá trénu og náði að ganga skíðlogandi heim en hann hneig niður á götuna skíðlogandi. Móðir hans kom að honum á götu úti og var hann illa brunninn.

Sá sem réðst á Robbie og kveikti í honum var aðeins 13 ára. Robbie hlaut þriðja stigs brunasár á 99% líkamans. Enginn átti von á að hann myndi lifa af. Læknar sögðu fjölskyldu hans að hann myndi ekki lifa þetta af. Hann fór í rúmlega 150 stórar aðgerðir og eyddi stærsta hluta lífsins á endurhæfingarstöð.

Robbie á sjúkrahúsinu eftir ódæðið.

Eins og gefur að skilja var Robbie illa farinn, bæði andlega og líkamlega, eftir þetta hrottalega ódæðisverk. Hann varð þó fljótlega þekktur fyrir bjartsýni sína.

„Fortíðin er liðin, maður verður að sleppa henni.“

Var hann vanur að segja.

Líkaminn lét undan

Tíu árum eftir árásina byrjaði líkami Robbie að láta undan. Hann greindist með banvænt húðkrabbamein en það var bein afleiðing af hinum mörgu brunasárum sem hann varð fyrir. Hann lést 2011, 21 árs að aldri, af völdum krabbameins.

Í kjölfar ódæðisverksins var réttað yfir piltinum sem lögreglan taldi að hefði kveikt í Robbie. Hann var þá 13 ára. Hann var hins vegar sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Eina vitnið var Robbie. En á dánarbeði Robbie fékk lögmaður Middleton-fjölskyldunnar nýjan vitnisburð hjá Robbie. Hann staðfesti að það hefði verið fyrrnefndur piltur sem réðst á hann og kveikti í.

„Hann gerði það.“

Sagði Robbie um piltinn. Allt var þetta tekið upp á myndband sem var síðan sýnt í dómssal þegar málið var tekið fyrir á nýjan leik.

„Hann greip um axlir mínar og hellti bensíni yfir andlit mitt. Eftir það man ég ekkert.“

Sagði Robbie einnig í upptökunni.

Robbie var illa farinn eftir brunann.

Dómurinn

Málinu lauk í febrúar 2015 þegar dómstóll í Galveston kvað upp dóm yfir ofbeldismanninum, Don Wilburn Collins, sem var þá orðinn þrítugur. Hann vildi ekki tjá sig um málið fyrir dómi. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði kveikt í Robbie en þar sem hann var aðeins 13 ára þegar hann framdi ódæðisverkið var hann dæmdur sem barn. Hann fékk þyngstu refsingu sem hægt er að dæma börn í eða 40 ára fangelsi.

Samkvæmt frétt The Telegraph frá 2011 hafði Middleton-fjölskyldan höfðað einkamál á hendur Collins og krafist bóta. Dómstóll dæmdi hann til að greiða Robbie 150 milljarða dollara í bætur en þetta voru þá hæstu bætur sem einstaklingi höfðu verið dæmdar.

Robbie er minnst fyrir jákvæðni og hugrekki.

USA Today segir að í  lokaorðum sínum fyrir dómi hafi Rob Freyer, saksóknari, sagt við Collins:

„Í dag slær litli drengurinn frá sér. Í dag greiðir þú gjaldið.“

Fyrir dómi kom fram að Collins hafði beitt Robbie kynferðislegu ofbeldi tveimur vikum fyrir ódæðið. Á upptökunni, sem var gerð á dánarbeði Robbie, sagði hann frá þessu og sagði að Collins hefði kveikt í honum til að hann myndi ekki segja frá ofbeldinu. ABC segir að annar maður hafi borið vitni í málinu og sagt að Collins hafi nauðgað honum þegar hann var barn að aldri.

Mynd tekin skömmu áður en kveikt var í Robbie.

Í Galveston er Robbie Middleton minnst á fæðingardegi hans 28. júní ár hvert til að tryggja að hann og saga hans gleymist ekki.

Robbie Middleton 28.6.1990 – 29.4.2011. Sönn hetja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira