fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Flaggskip Boeing flýgur ekki þessa dagana – Getur orðið mjög dýrkeypt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 05:59

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun væntanlega verða fyrir miklu fjárhagslegu tapi vegna vandræðanna með flaggskip fyrirtækisins, Boeing MAX 8 og 9 vélarnar. Þær standa nú á flugvöllum víða um heim og bíða eftir heimild til að fá að fljúga á nýjan leik. Ástæðan er að á tæpu hálfu ári fórust tvær splunkunýjar MAX 8 vélar skömmu eftir flugtak og með þeim á fjórða hundrað manns.

Enn er verið að rannsaka slysin til að reyna að komast að hvað orsakaði þau. Á meðan standa vélar sömu tegundar á jörðinni og valda Boeing og flugfélögunum, sem eiga þær, miklum vanda. Hver dagur sem flugvél stendur á jörðinni er dýr.

CNN segir að ef flugbannið vari í þrjá mánuði geti tap Boeing orðið á milli einn og fimm milljarðar dollara. CNN segir að tölurnar séu byggðar á útreikningum greinenda hjá Melius Research og Jefferies á Wall Street.

Tapið, sem Boeing stendur frammi fyrir, byggist að hluta á skaðabótakröfum frá flugfélögum vegna þess að þau geta ekki notað vélarnar sem þau hafa keypt. Norska flugfélagið Norwegian hefur til dæmis boðað að það muni krefja Boeing um skaðabætur. Þá má reikna með að sala á vélunum dragist saman vegna þessara vandræða og þá er ómældur sá álitshnekkir sem Boeing hefur orðið fyrir vegna málsins en hann getur hvílt lengi á fyrirtækinu.

Vélarnar fá ekki flugleyfi á ný fyrr en búið er að setja nýjan hugbúnað í þær, samþykkja hann og prófa í hverri einustu vél.

Boeing hefur nú þegar afgreitt um 350 MAX vélar til flugfélaga um allan heim en um 5.000 vélar hafa verið pantaðar. En þrátt fyrir þessi vandræði heldur framleiðsla vélanna áfram í Seattle en þar eru 52 vélar framleiddar í hverjum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau