fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Sundlaugargestir stunduðu munnmök í gufubaðinu – „Þetta er óviðeigandi á almannafæri“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 06:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum á mánudaginn þurfti lögreglan að bregðast við tilkynningu starfsfólks sundlaugar um að tveir menn hefðu verið staðnir að því að veita hvor öðrum munngælur í gufubaðsklefa sundlaugarinnar.

Þetta gerðist í sundlauginni í Viborg á Jótlandi í Danmörku. Lögreglan brást skjótt við að sögn Viborg Folkeblad og mætti fljótlega á staðinn. Þá var annar maðurinn á bak og burtu en hinn slapp ekki undan laganna vörðum.

Þar var 33 ára maður á ferð og hefur hann verið kærður fyrir blygðunarsemisbrot. Lögreglan vonast til að hafa uppi á hinum manninum með aðstoð upptaka úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar. Hann á einnig von á að verða kærður fyrir blygðunarsemisbrot.

Joan Kjær Andersen, yfirsundlaugarvörður, sagðist reið yfir þessu framferði mannanna.

„Þetta er óviðeigandi á almannafæri. Hér á fólk að geta verið án þess að það sé sært svo þetta er auðvitað eitthvað sem við getum ekki samþykkt hér. Þetta gerist sem betur fer ekki svo oft.“

Að vonum er óheimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar í búningsklefum sundlaugarinnar og því hefur verið gripið til þess ráðs að auka viðveru starfsfólks í búningsklefunum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig