fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

300 sprengjuhótanir á einum degi – Höfðu áhrif á 50.000 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 19:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur sprengjuhótunum rignt yfir Rússland en í gær fóru þær algjörlega úr böndunum. Þá bárust um 300 sprengjuhótanir í Moskvu einni og beindust þær gegn skólum og verslunarmiðstöðvum.

Interfax segir að yfirvöldum í Moskvu hafi borist tæplega 300 sprengjuhótanir í gær og hafi þurft að gera um 50.000 manns að yfirgefa byggingar í borginni. RIA Novosti segir að hótununum hafi verið beint gegn 130 byggingum í borginni. Engar sprengjur fundust.

Þetta var hápunkturinn á miklum fjölda sprengjuhótana undanfarna daga. Svipuð holskefla hótana skall á Rússlandi 2017 og hafði töluverð áhrif á efnahag landsins. Þá héldu margir rússneskir fjölmiðlar því fram að nágrannarnir í Úkraínu stæðu að baki hótununum og gerðu það í hefndarskyni fyrir innlimun Krímskaga í Rússland 2014.

Í september 2017 þurftu 100.000 manns að yfirgefa ýmsar byggingar í Rússlandi vegna sprengjuhótana í 20 borgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?