fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Sleppur við fangelsi eftir að hafa misnotað tvo nemendur sína kynferðislega – Bar við algjöru minnisleysi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 07:00

Lynn Ann Burge Mynd:Cook County Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lynn Ann Burge, 33 ára, kennari í Texas má teljast heppin að hafa ekki verið dæmd í fangelsi fyrir að hafa misnotað tvo nemendur sína kynferðislega. Málið kom upp í september á síðasta ári þegar lögreglunni barst ábending um að Lynn ætti í kynferðislegu sambandi við nemendur.

People skýrir frá þessu. Í dómsskjölum kemur fram að Lynn hafi borið við algjöru minnisleysi um það sem gerðist vegna mikillar áfengisneyslu. Hún játaði að hafa átt í óviðeigandi kynferðislegu sambandi við tvo nemendur sína.

Hún var ákærð fyrir að hafa misnotað 16 ára pilt og annan 18 ára. Sá 16 ára bar vitni fyrir dómi og sagði að hann hafi verið byrjaður að skiptast á skilaboðum við Lynn á Snapchat. Hún hafi byrjað að senda honum nektarmyndir og hann hafi sent slíkar myndir til hennar. Hann sagðist hafa farið í bíltúr með henni og að á meðan hafi þau drukkið áfengi. Þau hafi byrjað að kyssast í bílnum en hafi síðan farið heim til Lynn þar sem hún nauðgaði honum. Hann sagðist síðan hafa sofnað í herbergi sonar hennar en hún hafi síðan vakið hann og fengið hann upp í rúm til sín.

Lynn sagðist hafa verið ofurölvi þegar hún misnotaði piltana, svo ölvuð að hún myndi ekki neitt eftir því sem gerðist. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagðist hún ekki vita hvort eitthvað hafi gerst.

„Ég veit það ekki. Ég vona ekki. Ég veit það ekki. Ég held ekki að þetta hafi gerst því ég var í fötum. Þegar svona gerist er maður yfirleitt ekki í fötum. En ég hef ekki hugmynd. Ég man ekkert.“

Sagði hún.

Í mars á síðasta ári stundaði hún kynlíf með þeim 18 ára. Samkvæmt lögum í Texas mega nemendur og kennarar ekki eiga í ástarsambandi eða stunda kynlíf saman og gildir þá einu hvort nemandinn sé orðinn lögráða. Af þeim sökum var Lynn ákærð fyrir nauðgun. Hún var sakfelld fyrir kynferðislega misnotkun en ekki nauðgun.

Hún var gift þegar þetta gerðist og á tvö börn með fyrrum manni sínum.

Hún slapp við fangelsi en var dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 5.000 dollara í sekt. Hún var einnig rekin úr starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat