fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Er þetta ástæðan fyrir andfýlunni?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 20:30

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þér finnst hvítlaukur góður hefur þú örugglega upplifað að vera með andfýlu, nú eða fundið miður góða lykt leggja frá vitum annarra. En andfýla þarf ekki endilega að tengjast einhverju sem fólk hefur borðað, hún getur einnig stafað af skorti á mat.

BT hefur eftir Anne Seidelin, næringarráðgjafa og hjúkrunarfræðingi, að ef fólk er að léttast og hefur ekki borðað neitt í þrjár til fjórar klukkstundir gerir andfýla vart við sig hjá flestum. Ástæðan er að við fitubrennslu líkamans myndast svokölluð ketón sem valda slæmri lykt. Sama er uppi á teningnum ef fólk brennir prótíni.

„Ef líkaminn hefur ekki meiri orku frá síðustu máltíð byrjar hann að ganga á kolvetnabirgðirnar. Þegar þær eru búnar brennir hann fitu og það getur einnig valdið slæmri lykt.“

Sagði Seidelin.

Þrátt fyrir að það sé auðvitað hundfúlt að slæma lykt leggi frá vitum manns þegar verið er í megrun þá er andfýlan samt jákvæð að vissu leyti því hún er merki um að innbyrtar hitaeiningar séu færri en þær sem líkaminn þarfnast.

Andfýlan hverfur síðan þegar borðað er en snýr aftur þegar þrjár til fjórar klukkustundir eru liðnar frá síðustu máltíð.

En andfýla getur átt sér fleiri rætur, hún getur til dæmis tengst hægðastíflu sagði Alice Højer Christensen sérfræðilæknir í meltingarsjúkdómum. Hún saðgi að ójafnvægi í þörmunum geti valdið ofvexti baktería í munni og það veldur andfýlu. Það sé ekki nóg að bursta tennur eða nota munnskol til að drepa bakteríurnar. Besta lausnin á þessu sé að breyta matarvenjum sínum til að koma þörmunum í lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn