fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Fjórir menn viðurkenna að hafa nauðgað og brennt konu lifandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 22:00

Indverskir lögreglumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var 27 ára dýralækni nauðgað af fjórum mönnum í Hyderabad sem er austan við Mumbai á Indlandi. Að því loknu fluttu mennirnir konuna á brott í sendibíl en hún var hálfmeðvitundarlaus eftir nauðganirnar og ofbeldið sem hún var beitt. Þeir komu konunnin fyrir undir brú, helltu bensíni yfir hana og báru eld að henni.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsókn réttarmeinafræðinga hafi verið mjög erfið viðfangs því svo miklir áverkar voru á líki konunnar sem hefur ekki verið nafngreind en það er óheimilt samkvæmt indverskum lögum.

Fjórmenningarnir voru fljótlega handteknir og til mikilla mótmæla kom víða um landið þar sem skjótrar málsmeðferðar var krafist sem og dauða yfir fjórmenningunum.

Mörg hrottaleg nauðgunarmál hafa komið upp á Indlandi á undanförnum misserum, ekki síst á landsbyggðinni. Almenningur safnast oft saman til að mótmæla ofbeldinu og krefjast harðra aðgerða. Í júní voru þrír menn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa nauðgað og myrt átta ára stúlku. Einn þeirra er hindúaprestur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp