fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Pressan

Villisvín hleyptu fyrirætlunum fíkniefnasala í uppnám

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 22:00

Villisvín. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fíkniefnasala lenti í miklu hremmingum nýlega þegar villisvín gerðu fyrirætlanir þeirra að engu. Þeir höfðu falið lager af kókaíni úti í skógi í Toscana á Ítalíu. En villisvín eru þefnæm og virðast hafa runnið á lyktina af kókaíninu og grófu það upp og dreifðu því síðan um næsta nágrenni. Svo góð var dreifingin að fíkniefnasalarnir gátu ekki safnað því saman. Kókaínið var að verðmæti 20.000 evra.

The Guardian skýrir frá þessu. Lögreglan komst á snoðir um málið þegar hún hleraði símtal tveggja hinna meintu fíkniefnasala. Í samtalinu kvörtuðu þeir og kveinuðu yfir villisvínunum í Valdichianadalnum sem höfðu eyðilagt kókaínlager þeirra.

Símtalið varð til þess að lögreglan gaf haft upp á og handtekið þrjá Albana og tvo Ítali. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en hinir þrír í stofufangelsi.

Talið er að mennirnir hafi náð að selja um tvö kíló af kókaíni áður en þeir voru handteknir. Helstu sölustaðir þeirra voru barir og næturklúbba nærri Arezzo, Siena og Perugia.

Sjónir lögreglunnar beindust að hópnum þegar 21 árs karlmaður var myrtur í maí en hann er einnig talinn hafa selt fíkniefni.

Engum sögum fer af hvaða áhrif kókaínið hafði á villisvíninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni
Pressan
Í gær

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Pressan
Í gær

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“
Pressan
Í gær

Fundu „risarottu“ í holræsinu

Fundu „risarottu“ í holræsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Íslamska ríkið í sókn í Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum