fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Pressan

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 07:02

Frá Lundúnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lundúnir eru vinsæll áfangastaður margra ferðamanna enda sannkölluð heimsborg. En borgin á sínar skuggahliðar og ein þeirra ofbeldis- og morðalda sem hefur staðið yfir um langa hríð. Það er þó rétt að hafa í huga að ástandið er fjarri því að vera á borð við ástandið í mörgum bandarískum stórborgum.

Breskir fjölmiðlar segja að á fimmtudaginn hafi ungur maður verið stunginn til bana í Hackney. Lögreglu- og sjúkraflutningamönnum tókst ekki að bjarga lífi hans og lést hann á vettvangi. Þetta var þriðja morðið í borginni á tæplega sólarhring. Áður hafði einn verið myrtur utan við stórverslun Harrods og annar í Greenwich í suðausturhluta borgarinnar.

Voru morðin komin upp í 133 það sem af er ári eftir þessi þrjú og hafa ekki verið fleiri síðan 2008 en þá voru 154 myrtir í borginni. Eftir það dró heldur úr ofbeldinu og náði það lágmarki 2014 þegar 94 voru myrtir.

Að vonum vekur þetta ótta meðal almennings enda eru daglegar fluttar fréttir af morðum, ofbeldisverkum, ránum og fleiri afbrotum.

Samkvæmt samantekt CNN þá er ástandið í Lundúnum ekki sérstaklega slæmt miðað við margar bandarískar stórborgir. Í Lundúnum var morðtíðnin 1,6 morð á hverja 100.000 íbúa 2017. Í New York var tíðnin 3,4 morð og í Los Angeles 7 morð á hverja 100.000 íbúa. Á toppnum voru Philadelphia með 20,1 morð og Chicago með 24,1 morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“
Pressan
Í gær

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“
Pressan
Í gær

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?
Pressan
Fyrir 2 dögum

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Fyrir 2 dögum

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel