fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Pressan

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 19:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir risastórir loftsteinar munu fara nærri jörðinni um jólin, verða sannkallaðir „jólaloftsteinar“. Það er þó huggun harmi gegn að þeir munu ekki lenda í árekstri við jörðina okkar að þessu sinni. En þeir minna okkur á hversu brothætt lífið hér á jörðinni er og að dag einn mun stór loftsteinn lenda í árekstri við jörðina nema okkur takist áður að koma okkur upp viðeigandi vörnum.

Þann 20. desember mun loftsteinninn 216258 2006 WH1 fara framhjá okkur í um 6 milljón kílómetra fjarlægð. Hann er talinn vera um 600 metrar í þvermál og myndi geta gjöreytt stórborg ef svo illa færi að hann kæmi inn í gufuhvolfið okkar.  Þrátt fyrir að 6 milljónir kílómetra virðist gríðarleg fjarlægð þá er það ekki mikil fjarlægð á stjarnfræðilegan mælikvarða.

Á annan dag jóla mun loftsteinninn 310442 (2000 CH59) þjóta framhjá okkur, á um 40.000 km/klst, í um 7 milljón kílómetra fjarlægð.  Hann er svipaður af stærð og sá fyrrnefndi og mun valda miklu tjóni ef hann lendir í árekstri við heimkynni okkar dag einn í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur njósnari að nafni James Bond starfaði í Póllandi á sjöunda áratugnum

Breskur njósnari að nafni James Bond starfaði í Póllandi á sjöunda áratugnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja

Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sendi kórónuveirusmitað barn í skólann – „Ég átti tíma í klippingu“

Sendi kórónuveirusmitað barn í skólann – „Ég átti tíma í klippingu“