fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Ráðgátan um mannlausa húsbátinn sem rak á land við Írland

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 06:00

Umræddur húsbátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2016 rak mannlausan húsbát á land á Drum Beach í Belmullet á Írlandi. Báturinn vakti mikla athygli þar sem hann er ansi óvenjulegur. Hann var með sólarrafhlöður á þakinu en var mikið skemmdur en flaut samt enn.

Inni í bátnum var áletrun:

„Ég, Rick Small, gef þennan bát heimilislausu ungu fólki til að það geti öðlast betra líf en íbúar á Nýfundnalandi ákváðu að gera það ekki! Engin leiga. Ekkert húsnæðislán.“

Samkvæmt frétt Sky þá báru tilraunir til að hafa uppi á Rick Small engan árangur á þessum tíma og ekki var vitað hvort hann væri lífs eða liðinn. En nýlega fundu fréttmenn kanadísku CTV sjónvarpsstöðvarinnar Rick Small í Victoria í Bresku Kólumbíu. Þeir ræddu við hann og komust að því að þessi 62 ára maður er ákafur talsmaður nýtingu sólarorku. Hann smíðaði húsbátinn til að beina athyglinni að þeirri miklu vá sem loftslagsbreytingarnar eru fyrir norðurheimskautsvæðið. Hann ætlaði að sigla frá Nýfundnalandi, þar sem hann smíðaði bátinn, meðfram norðurströndum Kanada og yfir í Kyrrahafið en sú siglingaleið er ísi lögð.

En þessi áætlun hans fór út um þúfur því hann fann ekki nægilega góða vél fyrir bátinn. Hann gaf síðan ónafngreindum manni bátinn. Hann sagði fréttamönnum að hann væri ánægður með að báturinn hafi komist yfir Atlantshaf.

„Hann sökk ekki svo ég hlýt að hafa staðið mig vel, eða hvað?“

Ballyglass strandgæslan, sem kom að málinu þegar bátinn rak á land á Írlandi, skrifaði á Facebooksíðu sína að góðar fréttir hafi borist af málinu og nú hafi ráðgátan loksins verið leyst. En hún er þó kannski ekki að fullu leyst því ekkert er vitað um afdrif mannsins sem fékk bátinn að gjöf frá Small.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig