fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Kínverjar vilja að Bandaríkin felli alla tolla niður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 18:30

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar krefjast þess að Bandaríkin felli niður alla nýja tolla á kínverskar vörur en þetta á að vera hluti af fyrsta hluta viðskiptasamnings á milli ríkjanna. Kínverjar sætta sig ekki bara við að hætt verði við að leggja nýja tolla á vörur þeirra, fella þurfi niður tolla sem nú þegar hafa verið lagðir á þær.

Global Times skýrir frá þessu. Þetta eykur aftur á óvissuna um hvort hægt verði að binda enda á viðskiptastríð þessara tveggja stórvelda.

Global Times er stýrt af kommúnistaflokknum svo telja verður heimildir blaðsins mjög góðar. Blaðið segir að loforð Bandaríkjamanna um að hætta við að leggja á nýja tolla þann 15. desember geti ekki komið í stað niðurfellingar tolla sem þegar hafa verið lagðir á. Þarna vísar blaðið til þess að Bandaríkin hafa boðað að nýir tollar verði lagðir á kínverskar vörur síðar í mánuðinum.

Viðskiptastríðið hefur staðið yfir nær allan tíma Donald Trump á forsetastóli. Hann hefur lagt refsitolla á kínverskar vörur að verðmæti 400 milljarða dollara. Kínverjar hafa svarað þessu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Í byrjun síðasta mánuðar sagði Trump að hann myndi ekki fella nýju tollana niður. Í síðustu viku sagði hann síðan að ríkin væru nærri því að ná saman um fyrsta hluta samnings sem á að binda enda á tollastríðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?