Þriðjudagur 10.desember 2019
Pressan

Vantar þig hús? Hér er hægt að fá ókeypis hús

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 06:00

Etna á Sikiley gæti glatt augu nýrra húseigenda. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjú ár hafa bæjaryfirvöld í bænum Cammarata á Sikiley reynt að fá fólk til að flytja til bæjarins. Fleiri bæir á Sikiley og í suðurhluta Ítalíu hafa einnig háð þessa sömu baráttu, árangurinn er að sögn misjafn. Nú stíga yfirvöld í Cammarata enn eitt skrefið til að lokka fólk til bæjarins og bjóða fólki nú ókeypis hús ef það flytur í bæinn.

CNN skýrir frá þessu. Um 6.000 manns búa í bænum. Vincenzo Giambrone, bæjarstjóri, er í fararbroddi í baráttunni fyrir að bærinn leggist ekki í eyði. Á síðustu árum hefur hann reynt að sannfæra brottflutta húseigendur í bænum um að gefa húsin til nýrra íbúa.

Hann hefur nú fengið 12 hús sem hann má gefa nýjum íbúum og segir að fleiri bætist við innan tíðar. Rúmlega 100 yfirgefin hús eru í bænum og vonast bæjarstjórinn til að fólk fáist til að flytja í þau.

En það fylgja því ákveðin skilyrði að fá ókeypis hús. Nýju eigendurnir verða að lagfæra húsin og koma þeim í gott stand og þeir verða að leggja fram 5.000 evrur í tryggingu fyrir að þeir geri það. Sú upphæð verður endurgreidd þegar endurbótum er lokið en þær verða að eiga sér stað innan þriggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Örvænting eftir eldgos: Fimm eru látnir og óttast um líf 20 til viðbótar – Myndband

Örvænting eftir eldgos: Fimm eru látnir og óttast um líf 20 til viðbótar – Myndband
Pressan
Í gær

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan, börnin og nágrannarnir vissu ekki um leyndarmál hans: „Hann leit á fórnarlömb sín sem rusl“

Eiginkonan, börnin og nágrannarnir vissu ekki um leyndarmál hans: „Hann leit á fórnarlömb sín sem rusl“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex vikna son sinn

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex vikna son sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann