Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Fyrirsæta heldur því fram að fyrrum konungur sé barnsfaðir hennar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 18:30

Oksana Voevodina og Sultan Muhammad V.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefndi í sannkallað ævintýri fyrir einu og hálfu ári þegar rússnesk fegurðardrottning og malasískur konungur játuðust hvort öðru og gengu í hjónaband. En ævintýrið endaði ekki vel og nú takast þau harkalega á.

Daily Mail skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir fyrirsætunni, sem heitir Oksana Voevodina og er 27 ára, að fyrrum eiginmaður hennar, Sultan Muhammad V, sé faðir litla drengsins hennar. En því er konungurinn fyrrverandi ekki sammála.

Þau gengu í hjónaband á síðasta ári. Í ársbyrjun á þessu ári afsalaði Sultan Muhammad V sér konungdómi eftir að aðeins tvö ár en hann átti að sitja sem konungur þar til 2021. Hann var fyrsti konungurinn til að afsala sér völdum í Malasíu eftir að landið hlaut sjálfstæði 1975. Ekki hefur verið skýrt frá ástæðu afsagnarinnar.

Síðasta sumar var skýrt frá því að konungurinn fyrrverandi og Oksana væru skilin. Í samtali við Daily Mail sagði hún að hún hafi verið gengin fjóra mánuði með drenginn þegar þau skildu. Faðir hans sé konungurinn fyrrverandi. Auk þess sagði hún að drengurinn sé eins og nákvæm eftirlíking af föður sínum.

Hún sagði að þau hafi ákveðið að eignast barn og hafi konungurinn verið ánægður þegar hún varð barnshafandi. Skyndilega hafi hann þó ákveðið að draga sig frá öllu og „hverfa“ frá henni. Hún sagði einnig að ákveðin ástæða hafi verið fyrir að þau skildu en hún sé ekki enn reiðubúin til að tala um

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar
Pressan
Fyrir 5 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest