Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Ekkert kynlíf á skemmtiferðaskipinu – Vísað frá borði fyrir að stunda „of hávært“ kynlíf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk hjón hafa stefnt þýsku ferðaskrifstofunni Tui eftir að þeim var vísað frá borði, þegar þau voru í siglingu með skemmtiferðaskipi í Karabískahafinu, fyrir að hafa haft of hátt þegar þau stunduðu kynlíf. Auk þess létu þau dyrnar inn í káetu sína standa opna á meðan rúmleikfimin fór fram.

Þetta gerðist á fyrsta degi fjórtán daga siglingar. Hjónunum var vísað frá borði þegar skipið kom til Barbados. Þau hafa nú stefnt Tui og krefjast greiðslu á þeim kostnaði sem féll á þau eftir að þau voru skilin eftir á Barbados.

Hjónin, Renate F. og eiginmaður hennar Volker, segjast hafa keypt sér ferð með Mein Schiff 5 sem hófst 1. apríl. Þegar skipið lá við festar við strendur Barbados hafi „ástarbrími“ heltekið þau þegar þau voru í káetu sinni. Þau hafi hins vegar gleymt að loka svaladyrunum. Renate segir að þau hafi stundað mjög hávært kynlíf.

Að ástarleiknum loknum rifust þau og höfðu hátt en ekkert ofbeldi átti sér stað, aðeins hávær orðaskipti. Að rifrildinu loknu fór Volker í sturtu en hún út á svalir að reykja. Þá var barið að dyrum. Þar voru yfirmaður á skipinu og öryggisvörður. Þeir sögðu hjónunum að þau þyrftu að yfirgefa skipið að fyrirmælum skipstjórans.

Talsmaður Tui segir að fyrirtækið setji öryggi gesta sinna ofar öllu og því hafi hjónin verið beðin um að yfirgefa skipið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“