fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Sonur hennar lést 3 tímum eftir fæðingu – Mjólkaði sig næstu 63 daga og gaf öðrum börnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 07:00

Sierra með hluta af brjóstamjólkinni. Mynd:Sierra Strangfeld/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sierrra Strangfeld og eiginmaður hennar Lee, sem búa í Wisconsin í Bandaríkjunum, eignuðust dóttur sína, Porter, fyrir 18 mánuðum gat hún ekki verið á brjósti því tunga hennar var þannig úr garði gerð að hún gat ekki sogið mjólk úr brjóstum móður sinnar.

Þegar Sierra varð aftur barnshafandi gladdist hún að vonum mikið og sérstaklega til að geta nú haft barn á brjósti. Fæðingardagurinn var settur þann 13. nóvember en í september fengu hjónin skelfilega fréttir hjá lækninum sínum. Ófæddur sonur þeirra var með sjaldgæfan erfðagalla, Edwards heilkennið, sem veldur lífshættulegum fæðingargöllum og dregur börn oft til dauða. Þeim var sagt að miklar líkur væru á að drengurinn myndi andast í móðurkviði. Þau ákváðu þau að Sierra færi í bráðakeisaraskurð til að þau gætu séð drenginn á lífi.

Samuel Lee var tekinn með keisaraskurði tveimur mánuðum fyrir tímann. Hann lifði í þrjár klukkustundir áður en hann lést í örmum móður sinnar.

TODAY Parents skýrir frá þessu.

Á þessum þremur klukkustundum tók Sierra ákvörðun um að hún ætlaði að mjólka sig fram að settum fæðingardegi Samuel. Mjólkina ætlaði hún að gefa öðrum börnum sem gátu ekki verið á brjósti af einhverjum ástæðum. Porter hafði einmitt fengið brjóstamjólk frá öðrum mæðrum á sínum tíma.

„Ég gat ekki bjargað lífi Samuel en kannski gat ég bjargað lífi annars barns.“

Skrifaði hún á Facebook þann 13. nóvember, daginn sem Samuel átti að koma í heiminn.

„Að mjólka sig er ekki fyrir veikburða konur. Það er erfitt. Andlega og líkamlega. Það er enn erfiðara þegar ekkert barn er til staðar.“

Skrifaði hún einnig.

Hún náði að framleiða 14 lítra af mjólk á þeim 63 dögum sem liðu á milli fæðingar Samuel og dagsins sem hann átti í raun að fæðast á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig