fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Harkalegar árásir á Íslamska ríkið á internetinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið fer ekki aðeins fram í eyðimörkum Miðausturlanda því það fer einnig fram af miklum móð á internetinu. Samtökin hafa verið dugleg við að nýta sér netið til að dreifa áróðri sínum og til innri samskipta. En barátta samtakanna á netinu beið afhroð í nýlegri aðgerð belgísku og spænsku lögreglunnar ásamt Evrópulögreglunni Europol.

Í tilkynningu frá lögregluliðunum kemur fram að 26.000 reikningum hryðjuverkasamtakanna hafi verið lokað á hinum ýmsu netsvæðum. Fram kemur að að aðgerðinni lokinni hafi samtökin ekki verið til staðar á netinu.

Einnig tókst að loka innri samskiptaleiðum samtakanna á netinu. Níu netþjónustuaðilar og 12 aðildarríki Europol lögðu sitt af mörkum til að þetta tækist allt saman. Meðal þeirra þjónustuaðila sem aðgerðin náði til voru Telegram, Google, Twitter og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst